Fara í efni
Þór

„Förum hærra saman“ – Nýtt stuðningslag

Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari Stelpnanna okkar í knattspyrnuliði Þórs/KA, skipti um hatt á dögunum og sannarlega vert að vekja athygli á uppátækinu.

Hann tók sig til sem listamaðurinn HobosDelight og samdi texta til stuðnings Þór/KA en lék ekki þar við sitja heldur dreif sig í hljóðver þar sem hann söng lagið og gaf það síðan út!

Þór/KA tekur á móti liði Víkings í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag, eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag, og tilvalið er að hlusta á þessa hressilegu afurð hins listræna sjúkraþjálfara í aðdraganda leiksins.

Lagið kallar Hannes Hærra saman. Í textanum segir meðal annars:

Sama hvar þú ert, á þorpinu eða brekkunni
Skaltu standa upp og klappa fyrir stelpunni
Sem mætir á völlinn sinn ár eftir ár
Og gefur ekkert nema blóð svita og tár.

Jafnvel þó, vindar blási gegn þér
mundu það, ég er alltaf með þér
förum hærra saman
förum hærra saman

Síðar segir:

Sumar fæddust hér, og aðrar eru þaðan
Þorpinu og brekkunni, skiptir ekki máli hvaðan
því þær standa saman, í gegnum súrt og sætt
sameinaðar geta öllum andstæðingum mætt

Á einum stað segir, og er vel við hæfi eftir síðasta deildarleik þar sem Sandra María Jessen gerði þrjú mörk og Hulda Ósk lagði upp öll fjögur mörk Þórs/KA:

Er þetta Superman, flugvél, Sonic eða Sandra
Hún er svo fljót að hinar virðast bara standa
Þessi ofn er botni og það sýðurá katlinum
Við höfum Huldu Ósk á harðaspretti á kantinum

Smellið hér til að hlusta á lagið