Fara í efni
Þór

Bikarleikur Þórs og Aftureldingar í dag

Arnar Þór Fylkisson og félagar í Þór mæta Aftureldingu í kvöld í bikarkeppninni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór og Afturelding mætast í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta í dag. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 18.00.

Þórsarar eru í fjórða sæti næst efstu deildar Íslandsmótsins, Grill 66 deildarinnar, en lið Aftureldingar í efri hluta efstu deildar,  Olís deildarinnar.

Gaman er að segja frá því að fjórir góðkunningjar okkar norðanmanna eru í liði Aftureldingar; Bergvin Þór Gíslason og Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson eru Þórsarar og Ihor Kopyshynskyi og Jovan Kukobat hafa báðir leikið með félaginu.