Fara í efni
Þór

Aron Einar sá fjórði til að spila 100 landsleiki

Byrjunarlið Íslands í Abu Dhabi í dag. Mynd af vef KSÍ.

Aron Einar Gunnarsson spilaði í dag 100 leikinn fyrir A-landsliðið í knattspyrnu þegar Ísland tapaði 1:0 fyrir Sádi-Arabíu í vináttuleik í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Aron Einar er sá fjórði til að þeim áfanga með karlalandsliði Íslands; hinir eru Birkir Bjarnason, Rúnar Kristinsson og Birkir Már Sævarsson.

Byrjunarlið Íslands í Abu Dhabi í dag er á myndinni að ofan. Aftari röð frá vinstri: Rúnar Þór Sigurgeirsson, Damir Muminovic, Ísak Snær Þorvaldsson, Óttar Magnús Karlsson, Róbert Orri Þorkelsson og Hákon Rafn Valdimarsson. Fremri röð frá vinstri: Höskuldur Gunnlaugsson, Jónatan Ingi Jónsson, Valdimar Þór Ingimundarson, Dagur Dan Þórhallsson og Aron Einar Gunnarsson, sem var að sjálfsögðu fyrirliði í dag.

Aron Einar valinn í landsliðið á ný

Aron Einar Gunnarsson í leiknum gegn Sádi-Arabíu í Abu Dhabi í dag. Mynd af Facebook síðu KSÍ.