Fara í efni
Sverrir Páll

Háspennustrengur og ljósleiðari í sundur

Vegurinn ofan Krókeyrar sem fór í sundur. Hitaveitulögnin frá Laugalandi sem sést á myndinni er óskemmd. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Ljósleiðari og háspennustrengur slitnuðu eftir að stórt skarð myndaðist í veg skammt ofan við Skautahöllina í Innbænum vegna mikilla vatnavaxta. Viðgerð stendur yfir en búast má við sambandsleysi og truflunum á Akureyri og nágrenni að því er segir í tilkynningu frá Vodafone.

Starfsmenn Norðurorku eru meðal þeirra sem hafa í nógu að snúast í dag. „Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari. Grafist hefur undan undirstöðu hitaveitulagnarinnar frá Laugalandi á sama stað en lögnin er óskemmd. Unnið er að viðbrögðum við þessum skemmdum og öðrum sem tengjast veitum Norðurorku,“ segir á vef fyrirtækisins.

Starfsmenn Tengis og Norðurorku voru við vinnu á vettvangi þegar Akureyri.net kom þar við.

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00