Fara í efni
Sverrir Páll

Fá „breiðari þekkingu“ í stjórn Norðurorku

Hlynur Jóhannsson, stjórnarformaður Norðurorku, á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Mynd: Axel Darri

Til stendur að fækka pólitískum fulltrúum í stjórn Norðurorku úr fimm í þrjá og auglýsa þess í stað eftir tveimur óháðum fulltrúum til setu í stjórn. Þetta kemur fram í  ávarpi Hlyns Jóhannssonar, stjórnarformanns Norðurorku, í árskýrslu fyrirtækisins. Aðalfundur þess fór fram í gær eins og akureyri.net greindi frá í morgun.

Hlynur segir að ný eigendastefna, sem bæjarráð og bæjarstjórn Akureyrarbæjar hafi samþykkt fyrir Norðurorku, kalli á breytt vinnubrögð hjá stjórn, eigendum og forstjóra, svo sem að eigendur komi fram með stefnu á eigendafundi og greini þar frá því hvert þeir vilji sjá fyrirtækið stefna, og stjórnin muni svo framfylgja þeirri stefnu. Þannig komi allir pólitískir fulltrúar að stefnumótun fyrir fyrirtækið.

„Meðal breytinga sem er að vænta er að einungis sitji þrír pólitískir fulltrúar í stjórn Norðurorku, tveir frá meirihlutaflokkunum og einn frá minnihlutanum í bæjarstjórn, en auglýst verði eftir tveimur óháðum fulltrúum til setu í stjórn,“ segir í ávarpi Hlyns í ársskýrslunni. „Það er von okkar að með þessu fyrirkomulagi fáum við breiðari þekkingu inni í stjórn og er stefnt á að þetta verði gert fyrir aðalfund 2026.“

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00