Fara í efni
Sverrir Páll

Gallup: S enn stærst í kjördæminu, M missir mann til B

Samfylkingin mælist enn stærst í Norðausturkjördæmi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í dag og fengi 2 þingmenn en fylgið er þó 10% minna en í síðasta þjóðarpúlsi 15. nóvember.

Fylgi Miðflokksins hefur minnkað um 30% síðan síðasti þjóðarpúls var birtur – fer úr 17,1% í 11,6% – og flokkurinn fengi einn mann kjörinn en hefði fengið tvo miðað við fylgið sem mældist síðast. Sá maður færist yfir til Framsóknar sem fengi tvo þingmenn; mælist nú með 14,7% en 11,8% síðast.

Verði niðurstaðan á morgun í samræmi við þennan þjóðarpúls fá aðrir flokkar jafn marga þingmenn og skv. síðustu mælingu Gallups þótt fylgið hafi breyst. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Sósíalistar mælast með meira fylgi en fyrir hálfum mánuði, Píratara dala hins vegar töluvert en aðrir standa nánast í stað.

Akureyri.net birtir niðurstöður úr Norðausturkjördæmi í samstarfi við RÚV. Gallup fékk svar frá 250 kjósendum í kjördæminu dagana 23. til 29. nóvember.

Kjördæmakjörnir þingmenn eru níu í Norðausturkjördæmi.

Niðurstaðan í þessum nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups er sem hér segir, fylgið 15. nóvember í sviga.

  • Framsókn (B) 14,7% (11,8%)
    2 þingmenn – Ingibjörg Isaksen og Þórarinn Ingi Pétursson (sem bætist við frá síðasta þjóðarpúlsi).
  • Viðreisn (C) 13,4% (12,3%)
    1 þingmaður – Ingvar Þóroddsson. 
  • Sjálfstæðisflokkur (D) 16,7% (14,3%)
    2 þingmenn – Jens Garðar Helgason og Njáll Trausti Friðbertsson.
  • Flokkur fólksins (F) 11,7% (11,1%)
    1 þingmaður
    – Sigurjón Þórðarson.

Sósíalistaflokkur (J) 6,7% (4,8%)
Kæmi ekki inn manni.

Lýðræðisflokkurinn (L) 0,8% (0,0%)
Kæmi ekki inn manni

  • Miðflokkur (M) 11,6% (17,1%)
    1 þingmaður – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þorgrímur Sigmundsson mældist inni síðast.

Píratar (P) 1,3% (4,0%)
Kæmu ekki inn manni.

  • Samfylking (S) 17,6% (19,7%)
    2 þingmenn – Logi Einarsson og Eydís Ásbjörnsdóttir.

VG (V) 5,6% (5,1%)
Kæmi ekki inn manni

KOSNINGAVEFUR RÚV

Menntun eða próf II

Sverrir Páll skrifar
18. október 2024 | kl. 14:00

Menntun eða próf I

Sverrir Páll skrifar
17. október 2024 | kl. 16:00

Fagurt er til fjalla

Sverrir Páll skrifar
12. maí 2024 | kl. 11:30

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Og Björk að sjálfsögðu

Sverrir Páll skrifar
27. febrúar 2024 | kl. 15:00

Hver er eins og hann/hún er

Sverrir Páll skrifar
27. október 2023 | kl. 06:00