Sveitarstjórnarmál
Sigur eða sumarfrí hjá kvennaliði Þórs
09.04.2025 kl. 12:00

Eva Wium Elíasdóttir og Maddie Sutton í fyrsta leiknum gegn Val í átta liða úrslitunum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.
Þriðji leikur Þórs og Vals í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta, Bónusdeildarinnar, verður spilaður í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Eftir tvö töp dugar ekkert annað en sigur fyrir Þórsliðið til að halda lífi í voninni um að komast í undanúrslit. Tapi liðið í kvöld er tímabilinu lokið og sumarfrí fram undan.
- Bónusdeild kvenna í körfuknattleik – átta liða úrslit – leikur 3
Íþróttahöllin á Akureyri kl. 18:30
Þór - Valur
Ef Þór vinnur þennan leik verður fjórði leikur liðanna á heimavelli Vals á sunnudag. Þar dugir sömuleiðis ekkert annað en sigur til að halda einvíginu áfram og ef allt gengur upp hjá Þórsliðinu í þessum tveimur leikjum myndu liðin mætast í oddaleik á Akureyri miðvikudaginn 16. apríl.