Sveitarstjórnarmál
Leikmenn Þórs/KA fá „góð ráð“ Önnu Svövu
11.04.2025 kl. 08:30

Sandra María Jessen - Lína langskokkur! Skjáskot úr auglýsingu um Bestu deildina.
Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst í næstu viku og hefur m.a. verið kynnt í skondnum sjónvarpsauglýsingum þar sem Anna Svava Knútsdóttir leikkona og grínisti hefur gefið leikmönnum „góð ráð“ til þess að fá fjölga áhorfendum á leikjum.
Nýlega var birt auglýsing þar sem Anna Svava ráðleggur nokkrum leikmönnum Þórs/KA varðandi hárgreiðslu. Vísir vekur athygli á auglýsingunni, en vefmiðillinn er systurmiðill Stöðvar 2 Sport, sem sýnir leiki í deildinni í sumar.