Fara í efni
Sund

Glaumur, gleði og sól á AMÍ – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Keppni á Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) í sundi stóð yfir lungann úr deginum í Sundlaug Akureyrar, heldur áfram á morgun og lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn. AMÍ er árleg uppskeruhátíð 11 til 17 ára sundkrakka hvaðanæva af landinu.

Skemmtileg stemning var á svæðinu í dag og eins og alltaf á AMÍ, sólin skein skært nær allan tímann, lognið var að vísu á töluverðri hraðferð en enginn virtist kippa sér upp við það. Nokkuð hvasst verður áfram á morgun en heiður himinn og sól allan daginn og hitinn gæti farið nálægt 20 stigum.

Akureyri.net leit við á mótinu í dag og býður til myndaveislu.

  • Athygli er vakin á því að Sundlaug Akureyrar er lokuð almenningi þar til síðdegis alla mótsdagana; opnað verður fyrir aðra en keppendur klukkan 17.00 og laugin opin til klukkan 22.00.