Fara í efni
Sund

Útisvæði Glerárlaugar lokað fram yfir jól?

Útisvæði Glerárlaugar. Mynd: akureyri.is.

Unnið er að framkvæmdum við útisvæði Glerárlaugar og kemur fram í frétt Akureyrarbæjar að því miður bendi allt til þess að svæðið verði ekki opnað fyrir jól. Stefnt er að opnun í byrjun janúar. 

 Á útisvæðinu er unnið að því að koma fyrir nýjum heitum pottum, útisturtu, sánaklefa og köldu kari, auk þess sem svæðið verður bætt og því breytt verulega.

Glerárlaug er þó opin, þótt útisvæðið sé lokað vegna framkvæmda. Á tímabilinu frá 24. ágúst til 31. maí er Glerárlaug opin sem hér segir:

  • Virka daga: 06:45-08:00 og 18:00-21:00
  • Laugardaga: 09:00-14:30
  • Sunnudaga: 09:00-12:00

Myndirnar eru af Facebook-síðu Akureyrarbæjar.