Þriðji leikur í einvígi SA og Fjölnis í dag

Þriðji leikurinn í úrslitaeinvígi SA og Fjölnis um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkí verður leikinn í Egilshöllinni í dag og hefst kl. 17.
Fjölnir tók forystuna með 5-0 sigri í fyrsta leiknum sem fram fór í Egilshöllinni á þriðjudag, en SA jafnaði einvígið í 1-1 þegar Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði gullmark eftir 31 sekúndu í framlengingu og tryggði SA 2-1 sigur. Það er því ljóst að einvígið klárast ekki í dag og verður fjórði leikurinn í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 19:30.
- Íslandsmótið í íshokkí kvenna, úrslitaeinvígi
Egilshöllin kl. 17
Fjölnir - SA
- - -
Þó karlalið Þórs í handknattleik eigi ekki leik í dag gæti engu að síður farið svo að liðið verði deildarmeistarar í Grill 66 deildinni og fái þar með sæti í efstu deild, Olísdeildinni, á næsta tímabili. Þór leikur lokaleik sinn í deildinni 29. mars, en Selfyssingar, eina liðið sem getur ógnað þeim í efsta sætinu, spilar lokaleik sinn gegn Fram 2 í dag. Ef Selfyssingar vinna ekki þann leik er efsta sætið Þórsara, en vinni Selfoss leikinn þurfa Þórsarar a.m.k. jafntefli við HK 2 í lokaleik sínum.