Súlur Vertical
100 kílómetra hlaup hluti af Súlur Vertical
Mynd af vef Súlur Vertical fjallahlaupsins
Forráðamenn fjallahlaupsins Súlur Vertical tilkynntu í morgun að nýr möguleiki verði í boði þegar hlaupið verður þreytt næst, 5. ágúst í sumar – 100 kílómetra hlaup!
Á síðasta ári gátu hlauparar valið um þrjár vegalengdir, 18 km og 28 km sem fyrr, og 55 km í fyrsta skipti. Það síðastnefnda var nefnt Ultra en 100 km hlaupið verður kallað Gyðjan.
Opnað verður fyrir skráningu í hlaupið í hádeginu á miðvikudaginn, 8. febrúar.