Fara í efni
Skipulagsmál

Vinkonur færðu Rauða krossinum 19.225 kr.

Vinkonurnar Júlía Katrín Einarsdóttir, Kristín Lillý Daðadóttir, María Birta Daðadóttir og Sara Björk Kristjánsdóttir eru mjög handlagnar. Síðastliðið haust byrjuðu þær að föndra bókamerki úr pappír og eftir því sem líða tók á veturinn urðu verkin fjölbreyttari. Þær bjuggu til bókamerki, umslög, hunda, fiðrildi, fólk og ýmislegt fleira. Þær ákváðu í kjölfarið að ganga í hús, selja afraksturinn og gefa Rauða krossinum ágóðann.

Þær gengu milli húsa í Síðuhverfi og Giljahverfi og buðu verkin til sölu. Þeim var afskaplega vel tekið og segja þetta hafa verið mjög skemmtilega reynslu og ekki síst að gaman hafi verið að spjalla við allt fólkið sem þær hittu og tók þeim svo vel.

Afraksturinn, 19.225 krónur færðu þær svo Rauða krossinum í vikunni.

Tilkynning frá Rauða krossinum