Samherji
Kosningakaffi í dag og kosningavökur í kvöld
30.11.2024 kl. 10:15
Flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verða margir hverjir með heitt á könnunni á Akureyri í dag, og án efa eitthvert gott bakkelsi að auki. Í kvöld verða svo kosningavökur hér og þar um bæinn. Hér fyrir neðan er listi yfir þær samkomur sem eru í boði.
_ _ _
- Samfylkingin
Samfylkingin verður með kosningakaffi í Hrísalundi 1 a, sal Hjálpræðishersins milli kl. 14.00 og 17.00. Þar verður borðið drekkhlaðið af smurðu og kökum. Kosningavakan verður hins vegar í kosningamiðstöðinni, Sunnuhlíð 12 frá kl. 22.00 um kvöldið og þar verða léttar veitingar í boði.
_ _ _
- Vinstri grænir
Kosningakaffi verður í kosningamiðstöð VG að Brekkugötu 7, frá kl. 11.00 til 17.00. Boðið verður uppá kaffi og heimabakað bakkelsi.
Kosningavaka VG hefst kl. 21.00. á sama stað. Þar verður glens og gleði, léttar veitingar og leikir.
_ _ _
- Sjálfstæðisflokkurinn
Kosningakaffi verður í Geislagötu 5 (áður húsnæði Arion banka) milli kl. 10.00 og 17.00 á kosningadag. Kosningavaka hefst á sama stað kl. 21.30.
_ _ _
- Viðreisn
Viðreisn býður sínu stuðningfólki í dásamlegar veitingar, eins og það er orðað á Facebooksíðu þeirra, á kosningaskrifstofuna að Hvannavöllum 10 (gamla Hjálpræðishershúsið) á kjördag milli kl. 13.00 og 17.00. Um kvöldið verður svo kosningavaka á sama stað. Veislan hefst kl. 21.00 og verða veigar og léttar veitingar á boðstólum ásamt uppistandi og endalausri gleði.
_ _ _
- Sósíalistaflokkurinn
Kosningakaffi Sósíalistaflokksins hefst á Kaffi Ilmi kl. 13.30 og í beinu framhaldi af því tekur við kosningavaka sem stendur til kl. 1 eftir miðnætti. Það verður ýmislegt í boði á staðnum t.d. lítið spilahorn og svo verða veitingar og drykkir í boði bæði að kvöldi og degi.
_ _ _
- Miðflokkurinn
Miðflokkurinn verður með kosningakaffi á Vitanum mathúsi, Strandgötu 53 í dag milli kl. 13.00 og 16.00. Kaffi, tertur og allskonar góðgæti verður í boði. Um kvöldið hefst kosningavaka á sama stað kl. 20.30. Léttir drykkir og snakk í boði.
_ _ _
- Flokkur fólksins
Það verður kosningakaffi milli kl. 12.00 og 18.00 á skrifstofu flokksins að Skipagötu 7. Kosningavaka hefst svo á sama stað kl. 21.00. Léttar veitingar verða í boði.
_ _ _
- Framsókn
Framsókn verðum með kosningakaffi í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2 frá kl. 14.30 til 17.00. Kosningavaka Framsóknar verður svo í miðbænum, nánar tiltekið á gamla Pósthúsbarnum frá kl. 22. Léttar veitingar á staðnum.
Hvorki Píratar né Lýðræðisflokkurinn verða með kosningakaffi eða kosningavöku á Akureyri.