Samherji
Góður afmælisdagur flugvallarins – MYNDIR
06.12.2024 kl. 16:30
Nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn á Akureyrarflugvelli á samkomunni í gær. Frá vinstri: Ingvar Kristjánsson, Gunnar Örn Rúnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Haukur Hauksson, Þórhallur Sigtryggsson og Grétar Berg. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Ný og endurbætt flugstöð á Akureyrarflugvelli var formlega tekin í notkun í gær, svo og nýtt flughlað, eins og Akureyri.net greindi frá. Fjölmenni var mætt og vel við hæfi að samkoman væri í gær því þá voru nákvæmlega 70 ár síðan Akureyrarflugvöllur var vígður við hátíðlega athöfn - 5. desember 1954.