Fara í efni
Samherji

Um 1000 farþegar fara um Akureyrarflugvöll

Myndir af Facebook síðu Akureyrarflugvallar

Áætlað er að um 1000 farþegar fari um Akureyrarflugvöll í dag, að því er fram kemur á Facebook síðu flugvallarins. Í nógu er að snúast hjá starfsfólki; nokkrar vélar Icelandair í áætlunarflugi koma og fara, vél Landhelgisgæslunnar kom við á vellinum og vélar frá Norlandair sinntu sjúkraflugi. Síðast en ekki síst komu tvær vélar easyJet til Akureyrar eins og jafnan á laugardögum og voru samtímis á flughlaðinu nýja. Önnur kom frá Manchester, hin frá Gatwick flugvelli í London og héldu sömu leið til baka eftir liðlega tveggja klukkustunda viðdvöl.