Samherji
Einstakt umhverfi hjá Linkedln og Microsoft
19.01.2025 kl. 15:00
Rebekka Kristín Garðarsdóttir, stjórnandi hjá LinkedIn og Microsoft í Asíu um tíma en nú forstöðukona hjá Wise á Akureyri, er gestur Sigurðar Ragnarssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Forysta og samskipti. Sigurður, umsjónarmaður hlaðvarpsins, er deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri.
„Rebekka Kristín starfaði meðal annars áður í Hong Kong sem stjórnandi hjá LinkedIn og Microsoft, auk þess sem hún stofnaði og rak fyrirtæki þar ytra. Margt kemur til tals, eins og munurinn á að vera stjórnandi og leiðtogi,“ segir Sigurður. „Einnig segir Rebekka Kristín frá tíma sínum hjá LinkedIn og Microsoft og lýsir þar til dæmis einstöku starfsumhverfi þar sem afar mikil krafa var gerð á árangur samhliða að hugað var að vellíðan starfsfólks.“
Rebekka Kristín ræðir einnig muninn á að vera forystumanneskja í Kína og á Íslandi. Þá fer hún einnig yfir hvernig var að stofna fyrirtæki í Kína og lýsir reynslu sinni af því.
Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar HA, og Rebekka Kristín Garðarsdóttir, forstöðukona og verkefnastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise á Akureyri.