Vísindaskólinn aldrei vinsælli – MYNDIR
Vísindaskóli unga fólksins var haldinn í 10. skipti í síðustu viku í Háskólanum á Akureyri. Aðsóknin var meiri en nokkru sinni fyrr; skólinn er ætlaður börnum 11-13 ára og alls 85 börn voru með að þessu sinni.
Í Vísindaskólanum kynnast nemendur ýmsum fræðum og taka þemu skólans mið af því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni.
Ungt fólk á aldrinum 11 til 13 ára getur skráð sig í Vísindaskóla unga fólksins og er algengt að börn noti tækifærið til þess að skrá sig þrjú ár í röð, enda eru alltaf ný þemu í boði, segir í tilkynningu í vef Háskólans á Akureyri.
Sigrún Stefánsdóttir hefur verið skólastjóri frá upphafi en henni til aðstoðar er Dana Jónsdóttir.
Sigrún segir að til þess að standa undir þeim fyrirheitum að Vísindaskólinn sé vika fróðleiks og skemmtunar séu kennarar handvaldir til kennslunnar. „Hér er gleðin og fróðleiksþorsti í öndvegi. Við viljum að nemendur læri eitthvað nýtt og ferskt, sem þeir geta síðan miðlað áfram þegar þeir koma í sitt hefðbundna nám í haust,“ segir Sigrún.
Rektor HA, Eyjólfur Guðmundsson, útskrifaði hópinn og var það jafnframt síðasta embættisverk hans sem rektor skólans.
Nánar hér um Vísindakólann á heimasíðu Háskólans á Akureyri