Rauði krossinn
Haustfrí hafið í skólum á Akureyri
18.10.2024 kl. 16:30
Mynd: SNÆ
Haustfrí er brostið á í öllum grunn- og framhaldsskólum Akureyrar. Haustfríið hófst að loknum skóladegi í dag og stendur það fram á miðvikudag.
Búast má við því að margar fjölskyldur noti tækifærið og bregði sér út fyrir bæinn næstu fjóra daga. Fjölskyldufólk sem verður í bænum í haustfríinu getur hinsvegar fundið sér ýmislegt til dundurs um helgina.
- Mæðgur geta til dæmis mætt á skemmtimót Píludeilar Þórs í kvöld en mótið er haldið til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar.
- Í Hofi opnar sýning á verkum listakonunnar Rebekku Kühnis. Sýningin nefnist Hverfult en þar sýnir Rebekka málverk af íslenskri náttúr auk nokkurra teikninga frá fyrri árum.
- Þá eru enn lausir nokkrir miðar á sýningu kvöldsins á Litlu Hryllingsbúðinni í Samkomuhúsinu og eins er hægt að skella sér í bíó um helgina á glænýja íslenska kvikmynd, Topp 10 möst.
- Í Freyvangi verður svo bingó á sunnudaginn kl. 14. Klukkan 11 sama dag er krakkakirkja í Glerárkirkju og kl. 17 verður bleik messa í Akureyrarkirkju þar sem tónlistarkonan Eva Cassidy verður heiðruð.
Á heimasíðu Akureyrarbæjar eru einnig birtar alls kyns hugmyndir fyrir fjölskylduna í haustfríinu: Haustfrí á Akureyri
Þá má finna ýmsar fjölskylduvænar hugmyndir inn á heimasíðunni Upplifðu Norðurland: