Fara í efni
Rauði krossinn

Er heimanám verkfallsbrot?

Stjórn foreldrafélags Lundarskóla hefur fengið margar ábendingar um misræmi varðandi aðgengi að námsgögnum nemenda skólans meðan á verkfalli kennara stendur og hefur óskað eftir ítarlegum rökstuðningi Kennarasambands Íslands og Lundarskóla á því hvers vegna sumum börnum hafi verið meinað að fara með skólabækur heim en önnur verið hvött til þess. 

Þetta kemur fram í erindi sem foreldrafélagið hefur sent Kennarasambandi Íslands, Lundarskóla, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjórn Akureyrarbæjar.

„Við styðjum kjarabaráttu kennara heilshugar og lýsum yfir stuðningi og ánægju með starfsfólk Lundarskóla. Hinsvegar teljum við að ekki hafi verið tryggt jafnt aðgengi nemenda að skólabókum í verkfalli,“ segir í bréfinu. „Samkvæmt grunnskólalögum ber sveitarfélögum að tryggja jafnan rétt nemenda til náms. Sömu lög kveða einnig á um að foreldrar og skólar beri ábyrgð á námi barna. Teljum við það vera lögfesta skyldu okkar sem foreldra að styðja börn okkar í námi og tryggja jafnan rétt þeirra til náms.“