Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Taugaáfall

Fræðsla til forvarna - XVII

Taugaáfall er heiti úr íslensku talmáli og er ekki sjúkdómsgreining og var notað yfir mörg ólík fyrirbæri sem áttu þó það sameiginlegt að manni fór skyndilega að líða illa andlega. Já og oftast líkamlega líka. Maður var bara alveg búinn á líkama og sál. Aðdragandinn var oftast of mikið álag eða alvarlegt áfall eða áföll á áföll ofan. Orðið var líka stundum notað ef einhver hafði veikst af þunglyndi eða öðrum geðsjúkdómi sem skerti getu. Orðið fól í sér, í munni flestra, að eitthvað alvarlegt hafði gerst og að það hafði haft mikil og neikvæð áhrif á andlega líðan og heilsu. Hugsanlega var orðið taugaáfall tilfinningahlaðið, tengt skömm eða vanmáttarkennd. Þetta orð er minna notað nú og í staðinn eru komin heiti sem eru, a.m.k. sum hver, skilmerkilegar útskýrð eða betur skilgreind læknisfræðilega eða hreinlega sjúkdómsgreiningar. Orð eins og kulnun, sjúkleg streita eða áfallastreita og áfallastreituröskun (PTSD: Post Traumatic Stress Disorders) og sjúklegur kvíði og sjúklegt þunglyndi. Í dag er líka algengara að yngra fólk sem er að fara illa með andlega heilsu sína eða er undir ofurálagi kvarti undan röskun á einbeitingu eða skerðingu í samskiptagetu. Þannig breytist orðfærið um vanlíðan og einnig greiningar og viðhorf. Fjölbreyttari orðanotkun um andlega heilsu sýnir líka þann árangur sem hefur náðst í að opna betur fordómalausa umræðu um geðsjúkdóma og mikilvægi geðheilsu.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Skipulag heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
15. nóvember 2024 | kl. 09:30

Fjárveitingar í heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 09:30

Stefnumörkun í heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 09:30

Ójöfnuður í geðheilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
26. október 2024 | kl. 09:00

Geðheilsa á vinnustöðum

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2024 | kl. 10:00

Traust

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
05. október 2024 | kl. 06:00