Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Geðheilsa á vinnustöðum

Fræðsla til forvarna - XXXVIII

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er í dag 10. október. Í ár er þemað sálfélagsleg vinnuvernd og snýst um andlega líðan á vinnustað.

Stjórnendur og mannauðsfræðingar vita að hér eru góð tækifæri til forvarna og hagsmunir fyrirtækis og einstaklings fara oftast saman. Starfsmaður, sem líður vel í vinnunni, skilar meiri árangri í starfi. Gott starfsumhverfi og góð samskipti stuðla að aukinni vellíðan og betri geðheilsu, minni veikindafjarveru og draga úr veikindanærveru (það að mæta óvinnufær í vinnuna) og betri nýtingu fjármagns.

Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á einstaklingsbundin vandamál. Þ.e.a.s hvernig einstaklingnum líði og hvernig bæta megi stöðu hans. Þetta er auðvitað mikilvægt en sérfræðingar benda á að ekki sé minna mikilvægt að skoða kerfislæg vandamál, þ.e.a.s hvernig breyta mætti vinnuumhverfinu (lesist: álaginu) til betri vegar.

Algengustu einstaklingsbundnu vandamálin á vinnustað eru geðræn vandamál eins og fíkn, (þ.m.t áfengisvandi), þunglyndi, kvíði og kulnun. Eða persónuþættir eins og ofursamviskusemi eða meðvirkni.

Kerfislægu vandamálin eru lokuð vinnustaðamenning, neikvæð samskipti, óeðlilegar kröfur, skert mönnun, of naum fjárveiting og fjarlæg eða óskýr stjórnun. Miklar framfarir á sviði sálfélagslegra forvarna, aukin þekking í mannauðsfræðum, efld meðvitund um geðheilbrigði og opnari umræða um félagslega heilsu hefur haft mikil áhrif til góðs.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Skipulag heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
15. nóvember 2024 | kl. 09:30

Fjárveitingar í heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 09:30

Stefnumörkun í heilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
13. nóvember 2024 | kl. 09:30

Ójöfnuður í geðheilbrigðisþjónustu

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
26. október 2024 | kl. 09:00

Traust

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
05. október 2024 | kl. 06:00

Hrós

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. september 2024 | kl. 11:00