Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Dómgreind

Fræðsla til forvarna - XXIX

Dómgreind (e. judgement) er ákveðin tegund greindar og forsenda vits (e. cognitive function) og er einn af mikilvægustu eiginleikum manneskjunnar. Íslensk nútímamálsorðabók Árnastofnunar skilgreinir þýðingu orðsins sem hæfileikann til að meta hluti rétt.

Heilinn vinnur með dómgreind líkt og í honum væri app eða smáforrit sem tengir saman stöðvar fyrir skynjun, úrvinnslu og framkvæmd og rennir einnig upplýsingunum í gegnum flokkurnar og skiptistöðvar, minnisbanka og tilfinningar. Við upplifum þetta eins og við vitum, skiljum samhengi eða höfum bara á tilfinningunni og bregðumst við eftir því. Og oftast rétt. En ekki alltaf. Það er alveg jafn eðlilegt í svona flóknu ferli að við sýnum stundum dómgreindarbrest, í líkingu við að okkur getur missýnst eða við misskilið eða gleymt.
 
Sumir læra lítið af reynslunni og sýna því oftar dómgreindarbrest. En dómgreindarskortur er annað og meira. Sjálfsagt er til fólk án dómgreindar frá upphafi en algengara er að einhver starfssemistruflun í heilanum hafi áhrif. Hjá þeim yngri eru það sjaldgæfir sjúkdómar í heila eins og sýkingar eða æxli, eða algengir geðsjúkdómar eins og áfengisfíkn því áfengi er eitur gegn dómgreind. Langvinnt álag og stress getur líka haft áhrif á dómgreind.
 
Hjá þeim sem eru eldri eru það oftar sjúkdómar eins og Parkinson sjúkdómur eða Alzheimer sjúkdómur. Dómgreindarskerðing getur komið fram við langt gengin Parkinson sjúkdóm. En slík skerðing er fremur algeng og oft lúmsk snemma í sjúkdómsferli heilabilana eins og Alzheimer.
 
Orðið Dementia (heilabilun) er myndað úr latínu og vísar með forsetningunni eða forskeytinu „de“ til án og svo „mentia“ eða vitsins og þýðir því að vera án vits, eða vitskertur.
 
Heilinn eldist vel, líklega best allra líffæra og þeir sem halda góðri geðheilsu á háum aldri, jafnvel yfir 100 ár, hafa eðlilega dómgreind.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Traust

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
05. október 2024 | kl. 06:00

Hrós

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. september 2024 | kl. 11:00

Reiði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. september 2024 | kl. 08:50

Sjálfbærni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
07. september 2024 | kl. 09:00

Samfélagsábyrgð fyrirtækja

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
06. september 2024 | kl. 22:00

Hnífaárásir

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. ágúst 2024 | kl. 13:30