Fara í efni
Niceair

Nýr innritunarsalur tekinn í notkun

Mynd af Vísi/KMU

Farþegar voru í gær í fyrsta skipti innritaðir í flug í nýjum innritunarsal á Akureyrarflugvelli, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta kom í fréttum Stöðvar 2 og á Vísi í gærkvöldi.

Fyrstir innrituðu sig farþegar sem héldu síðan til Hollands með vél Transavia í gærmorgun og fyrstu innanlandsfarþegarnir fetuðu svo í fótspor Hollandsfaranna í hádeginu.

Smellið hér til að sjá frétt Vísis

Viðbyggingin við flugstöðina var notuð í fyrsta skipti síðla febrúarmánaðar á þessu ári þegar farþegar með vél Transavia frá Amsterdam í Hollandi gengu þar inn. Frétt Akureyri.net þá: Fyrstu farþegarnir í nýju flugstöðinni