Fara í efni
Menntamál

Sjö sækja um starf skólameistara MA

Brautskráning 2021. Gengið úr Íþróttahöllinni til myndatöku á lóð skólans. Jón Már Héðinsson, skólameistari, og Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari, í broddi fylkingar. Sigurlaug er einn umsækjenda um starf skólameistara. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sjö sækja um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Jón Már Héðinsson skólameistari lætur af störfum eftir brautskráningu 17. júní.

Þessi sóttu um:

  • Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri í MA
  • Ásta Fönn Flosadóttir, skólastjóri
  • Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs hjá Akureyrarbæ
  • Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur í MA
  • Ómar Örn Magnússon, doktorsnemi
  • Sigurlaug A. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari MA
  • Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri

Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn frá 1.ágúst að fenginni umsögn skólanefndar.