Fara í efni
Menntamál

Klára Akureyringar einvígið í kvöld?

Lið SA vann Íslandsmeistaratitilinn síðast í apríl 2021. Hér fagna leikmenn marki Axels Orongan í þriðja og síðasta leik einvígisins gegn Birninum. Frá vinstri: Gunnar Arason, Orri Blöndal, Axel og Unnar Hafberg Rúnarsson. Axel er nú liðsmaður SR og hefur unnið titilinn tvö undanfarin ár, en hinir eru allir í röðum SA. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí á þess kost að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar lið SA og SR mætast þriðja sinni í einvígi liðanna um titilinn. SA hefur farið afar vel af stað í einvíginu og unnið tvo fyrstu leikina. SR hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil.

Fyrsti leikurinn í einvíginu var markaveisla, 7-4 sigur SA og greinilegt að þar á bæ létu menn töfina á upphafi úrslitakeppninnar ekki trufla sig. Annar leikurinn var nokkuð ólíkur þeim fyrsta, en baráttan og varnarleikurinn til fyrirmyndar í 3-1 sigri á SR á þeirra heimavelli á þriðjudagskvöldið.

Í kvöld kl. 19:30 er komið að þriðju viðureign liðanna og getur lið Skautafélags Akureyrar endurheimt titilinn með sigri.

  • Toppdeild karla í íshokkí – úrslitaeinvígi – leikur 3
    Skautahöllin á Akureyri kl. 19:30
    SA - SR

Tvisvar áður hefur Skautafélag Reykjavíkur unnið titilinn tvö ár í röð, fyrst árin 1999 og 2000. SR vann svo titilinn 2006 og 2007, og aftur 2009. Skautafélag Akureyrar hefur unnið titilinn oftast í röð, sjö sinnum á árunum 1992-1998.

Á vef Íshokkísambands Íslands má finna úrslit í einvígjum um Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 2011, en SA hafði unnið titilinn oft þar á undan, eins og sjá má á listanum hér neðar í fréttinni. Árið 2020 fór úrslitakeppnin ekki fram, en undanfarin tíu skipti sem spilað hefur verið til úrslita hefur lið SA fimm sinnum unnið titilinn með 3-0 sigri í einvíginu, en einnig tapað einu sinni 0-3.

Eftirfarandi upplýsingar um úrslitakeppnir undanfarinna 13 ára má finna á tölfræðisíðu á vef ÍHÍ og á Wikipedia-síðu um Íslandsmeistara karla:

Íslandsmeistaratitlar karla:

  • Skautafélag Akureyrar: 23
  • Skautafélag Reykjavíkur: 7
  • Björninn: 1
  • UMFK Esja: 1

Síðustu tíu úrslitaeinvígi:

  • 2014: SA - Björninn 3-0
  • 2015: SA - SR 3-2
  • 2016: SA - Umf. Esja 3-0
  • 2017: SA - UMFK Esja 0-3
  • 2018: SA - UMFK Esja 3-0
  • 2019: SA - SR 3-0
  • 2020: Úrslitakeppni ekki spiluð
  • 2021: SA - Fjölnir 3-0
  • 2022: SA - SR 3-1
  • 2023: SA - SR 2-3
  • 2024: SA - SR 2-3

Íslandsmeistarar karla í í shokkí 1992-2024

  • 1992: Skautafélag Akureyrar
  • 1993: Skautafélag Akureyrar
  • 1994: Skautafélag Akureyrar
  • 1995: Skautafélag Akureyrar
  • 1996: Skautafélag Akureyrar
  • 1997: Skautafélag Akureyrar
  • 1998: Skautafélag Akureyrar
  • 1999: Skautafélag Reykjavíkur
  • 2000: Skautafélag Reykjavíkur
  • 2001: Skautafélag Akureyrar
  • 2002: Skautafélag Akureyrar
  • 2003: Skautafélag Akureyrar
  • 2004: Skautafélag Akureyrar
  • 2005: Skautafélag Akureyrar
  • 2006: Skautafélag Reykjavíkur
  • 2007: Skautafélag Reykjavíkur
  • 2008: Skautafélag Akureyrar
  • 2009: Skautafélag Reykjavíkur
  • 2010: Skautafélag Akureyrar
  • 2011: Skautafélag Akureyrar
  • 2012: Björninn
  • 2013: Skautafélag Akureyrar
  • 2014: Skautafélag Akureyrar
  • 2015: Skautafélag Akureyrar
  • 2016: Skautafélag Akureyrar
  • 2017: UMFK Esja
  • 2018: Skautafélag Akureyrar
  • 2019: Skautafélag Akureyrar
  • 2020: Enginn Íslandsmeistari krýndur (deildinni aflýst vegna covid)
  • 2021: Skautafélag Akureyrar
  • 2022: Skautafélag Akureyrar
  • 2023: Skautafélag Reykjavíkur
  • 2024: Skautafélag Reykjavíkur