Loftleiðir 80 ára – ný sýning á Flugsafninu
Sýningin Loftleiðir 80 ára var opnuð í gær á Flugsafni Íslands á Akureyri. Þar er saga þessa stórmerkilega flugfélags sögð á skemmtilegan hátt með ýmsu móti, í máli og myndum, auk þess sem margir munir tengdir félaginu eru á sýningunni.
Stofnendur Loftleiða árið 1944 voru Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson og varð félagið eitt fyrsta lággjaldaflugfélagið sem tengdi Evrópu og Bandaríkin, með viðkomu á Íslandi. Loftleiðir sameinuðust Flugfélagi Íslands árið 1973 undir nafninu Flugleiðir sem síðar varð Icelandair.
Loftleiðasýningin í Flugsafni Íslands stendur út árið.
Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Loftleiða voru viðstaddir opnun sýningarinnar í gær. Frá vinstri: Ólafur Rafn Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Danielle Somers, Arngrímur B. Jóhannsson, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Haukur Alfreðsson og Anna Lísa Björnsdóttir. Myndir: Skapti Hallgrímsson
Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafnsins, ávarpar gesti við opnun sýningarinnar í gær.
Geirþrúður Alfreðsdóttir við ræðupúltið í gær. Faðir hennar, Alfreð Elíasson forstjóri Loftleiða og einn stofnefnda félagsins, á veggspjaldinu að baki henni.
Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri og alþingismaður flutti erindi um mikilvægi flugsamgangna.
Haukur Alfreðsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Arngrímur B. Jóhannsson.
Hjónin Anna Lísa Björnsdóttir og Haukur Alfreðsson ásamt Jenný Hrund dóttur sinni.