Fara í efni
Listasafnið á Akureyri

Fjórtán sækja um að stýra Listasafninu

Hlynur Hallsson, fráfarandi safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, og listamaðurinn Ragnar Kjartansson, til hægri, við opnun sýningar Ragnars, Gestirnir / The Visitors, snemma á síðasta ári. Sú sýning vakti gríðarlega athygli. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjórtán umsóknir bárust þegar starf safnstjóra Listasafnsins á Akureyri var auglýst. Hlynur Hallsson lætur af starfinu í sumar eftir 10 ár við stjórnvölinn, ráðið er í starfið til fimm ára í senn og gert ráð fyrir að nýr safnstjóri taki við um miðjan júní.

Eftirtalin sækja um starfið:

  • Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi sýningastjóri
  • Daría Sól Andrews, sýningastjóri og verkefnastjóri
  • Elsa María Guðmundsdóttir, sjónlistakennari
  • Hanna Styrmisdóttir, prófessor
  • Ingunn Anna Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Jasmina Wojtyta
  • Marta Florczyk, listakona
  • Rafaela Sousa
  • Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri og forstöðumaður
  • Simona Urso, flugvallarstarfsmaður
  • Snæbjörn Brynjarsson, safnvörður
  • Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri
  • Yalda Nasimee
  • Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar