Fara í efni
Knattspyrna

Þórsarar skoruðu sjö gegn Völsungum

Þórsarinn Nikola Kristinn Stojanovic hefur betur í baráttu við Gunnar Kjartan Torfason, leikmann Völsungs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar burstuðu lið Völsungs frá Húsavík, 7:0,  í Kjarnafæðismótinu í fótbolta í Boganum í gærkvöldi. Jakob Snær Árnason og Sigurður Marinó Kristjánsson gerðu tvö mörk hvor og þeir Ólafur Aron Pétursson, Jóhann Helgi Hannesson og Ásgeir Marinó Baldvinsson eitt hver. Þetta var annar leikurinn í riðlinum; Þór hafði áður unnið 4:0 sigur á liði KA2, sem er skipað ungum leikmönnum.

Næsti leikurs Þórs á mótinu er gegn Magna á sunnudaginn klukkan 17.00. 

Næsti leikur mótsins er annað kvöld þegar Þór/KA og Völsungar mætast kl. 20.00 í kvennariðlinum.

Næsti leikur mótsins er í A-riðli karla á morgun, föstudag, klukkan 18.00. Þá mætast Þór2 og KA og strax að honum loknum eigast við Þór/KA og Völsungur í kvennariðlinum.

Á laugardag spila KF og Dalvík/Reynir í A-deild. Á laugardagskvöld mætast Samherjar og Nökkvi í B-deild mótsins og á sunnudaginn mætast KA3 og Þór3.