Fara í efni
Knattspyrna

Mikið um að vera í íþróttalífinu í dag

Akureyrskir íþróttamenn verða víða í eldlínunni í dag. Hér má sjá allt það sem Akureyri.net er kunnugt um.

13.15 KA – Vestri, Íslandsmótið í blaki karla í KA-heimilinu.
Alls eru 142 miðar í boði og miðasala hefst klukkan 12:45. Kennitala og símanúmer áhorfenda skráð niður. Smelltu hér til að horfa á beina útsendingu á KA-TV.

15.00 FH - Þór/KA, Lengjubikarkeppni kvenna í fótbolta í Skessunni, Hafnarfirði.

16.00 KA/Þór – FH, Íslandsmótið í handbolta kvenna í KA-heimilinu.
Alls eru 142 miðar í boði og hefst miðasala í KA-heimilinu klukkan 13.30. Ársmiðahafar þurfa að koma og sýna ársmiðann til að tryggja sér aðgang en annars kostar stakur miði 1.500 krónur og gildir sama fyrir fullorðna sem og börn. Þegar miði er keyptur er nafn, kennitala og símanúmer skráð niður. Smelltu hér til að horfa á beina útsendingu á KA-TV.

17.00 KA – HK, Lengjubikarkeppni karla í fótbolta í Boganum.
Öll miðasala á leik KA og HK í Boganum fer fram í gegnum Stubb, miðasöluapp fyrir farsíma. Fullorðinsmiði kostar 1.000 krónur en ókeypis er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasalan er hafin í appinu og eru 140 miðar í boði. Smelltu hér til að horfa á beina útsendingu á KA-TV.

17.45 SA Víkingar – Fjölnir, Íslandsmótið í íshokkí í Skautahöllinni. Húsið verður opnað klukkan 17.15. Víkingar unnu leik liðanna í gær 8:2. Smellið hér til að fara inn á heimasíðu Íshokkísambandsins þar sem er tengill á útsendinguna.

19.30 Þór – KR, Lengjubikarkeppni karla í fótbolta í Boganum.
Öll miðasala á leikinn fer fram gegnum miðasöluappið Stubb. 150 miðar eru í boði. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um hvernig appið virkar. Smellið hér til að horfa á leikinn í beinni útsendingu Þór TV. Útsendingin er ókeypis í dag en hægt að styrkja Þór TV.

Vakin er athygli á því að grímuskylda er á öllum leikjunum.