Fara í efni
Kirkjutröppurnar

Verslun- og þjónusta í gamla náðhúsinu?

Mynd af Instagram reikningi Regins

Hugmyndir eru um verslunar- og þjónusturými í gamla náðhúsinu – almenningssalerninu – undir kirkjutröppunum, jafnvel með tengingu við hótel KEA. Fasteignafélagið Reginn á húsnæði hótelsins, neðsta hluta kirkjutrappanna og umrætt rými þar sem náðhúsið var á sínum tíma.

Meðfylgjandi mynd var birt á Instagram reikningi Regins.

Reginn keypti gamla náðhúsið af Akureyrarbæ á síðasta ári með „þeim skilyrðum að gerðar yrðu endurbætur á tröppunum þar fyrir ofan. Samkomulagið felst í að núverandi kirkjutröppur verða rifnar og þær endursteyptar og uppfærðar með nýrri lýsingu, snjóbræðslu og nýjum granít stein,“ segir á Instagram reikningi Regins.

„Samhliða þessu verkefni hefur Reginn í samstarfi við AVH skoðað framtíðarnotkun á gömlu náðhúsunum undir tröppunum. Hugmyndir um skemmtileg verslunar- og þjónusturými með möguleg tengsl við KEA hafa verið til skoðunar, en Reginn á húsnæðið sem hýsir Hótel KEA. Horft hefur verið til að byggja viðbyggingu sem vinnur saman með umhverfinu í kring og dregur ekki úr ásýnd kirkjutrappanna.“

Framkvæmdir við kirkjutröppurnar hófust í byrjun júlí og eru verklok áætluð í október.

Umfjöllun Akureyri.net á síðustu vikum: