Kinga Kleinschmidt
Tveir slösuðust alvarlega í sprengingu á Grenivík
23.03.2022 kl. 17:01

Á vettvangi á Grenivík í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Tveir starfsmenn verksmiðjunnar Pharmarctica slösuðust alvarlega síðdegis þegar sprenging varð í húsinu og eldur kviknaði. Þeir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Búið er slökkva eldinn og reykræsta húsið.
UPPFÆRT - Fólkið sem slasaðist, karl og kona, var flutt með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur. Þau eru illa brennd. Þriðji starfsmaður Pharmarctica var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með reykeitrun.