Fara í efni
KA/Þór

Stelpurnar töpuðu með fimm mörkum í Garðabæ

Matea Lonac og samherjar í KA/Þór urðu að játa sig sigraða í Garðabænum í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Stelpurnar í KA/Þór drógu loks fram keppnisskóna í gær eftir langt jóla- og HM-frí og sóttu Stjörnuna heim í Garðabæ í Olísdeildinni. Þær höfðu því miður ekki erindi sem erfiði og urðu að sætta sig við fimm marka tap, 24:19.

Stjarnan náði yfirhöndinni snemma leiks, munurinn var orðinn fimm mörk þegar aðeins 10 mínutur voru liðnar og Stelpurnar okkar náðu aldrei að ógna gestgjöfunum.

Mörk KA/Þórs: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5 (3 víti), Telma Lísa Elmarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3 (allt víti), Sólveig Lára Kristjánsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Rafaele Nascimento Fraga 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Nathalia Soares Baliana 1, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 8 (25%)

Stjarnan og KA/Þór eru nú bæði með fimm stig en Garðbæingarnir teljast sæti ofar, í sjötta sæti, á markamun. Afturelding er á botninum einu stigi á eftir.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.