Fara í efni
KA/Þór

KA/Þór fer til Selfoss í bikarkeppninni

Anna Þyrí Halldórsdóttir og stöllur hennar í KA/Þór mæta Selfyssingum í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór dróst gegn liði Selfoss í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta, Poweradebikarkeppni kvenna. Dregið var í dag en ekki leikið fyrr en snemma í febrúar.

Selfoss er eitt þriggja liða úr Grill 66-deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, sem voru í pottinum í dag en þau fá öll heimaleik skv. reglum. Selfyssingar eru efstir í deildinni, hafa unnið alla átta fyrstu leikina.

Drátturinn var sem hér segir:

  • Selfoss – KA/Þór
  • Grótta – Stjarnan
  • Valur – Haukar
  • HK – ÍR

Valur og Haukar eru í tveimur efstu sætum Olís deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins. Bikarmeistararnir frá því í vor, ÍBV, duttu út í 16 liða úrslitum.

Ráðgert er að leikirnir farið fram þriðjudaginn 6. og miðvikudaginn 7. febrúar.