Fara í efni
Karl Guðmundsson – Kalli

Þórsarar taka á móti Selfyssingum í kvöld

Þórsarinn Andrius Globys, til vinstri, verður í eldínunni í kvöld með samherjum sínum þegar Selfyssingar koma í heimsókn. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í körfuknattleik mætir liði Selfyssinga í 12. umferð 1. deildar karla í Íþróttahöllinni í kvöld kl. 19:15.

Leikurinn er sá fyrsti hjá Þórsliðinu eftir jólafrí, en liðið er í 9. sæti deildarinnar, hefur unnið fjóra leiki af 11. Selfyssingar eru á botni deildarinnar með tvo sigra, einnig úr 11 leikjum. Það má því segja að leikurinn sé báðum liðum mikilvægur, sigur myndi gefa hvoru liðinu sem er byr í seglin, sem má svo ef til vill segja um alla leiki.

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Selfoss