Fara í efni
KA

Sandra María best og lang markahæst

Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður KSÍ, afhendir Söndru Maríu Jessen Flugleiðahornið rétt fyrir leik Þórs/KA og Víkings í dag. Verðlaunagripinn hlýtur besti leikmaður efstu deildar Íslandsmótsins skv. kjöri leikmanna deildarinnar. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Leikmenn Bestu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu kusu Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, besta leikmann deildarinnar eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag. Það var tilkynnt rétt fyrir leikinn við Víking í lokaumferðinni og á þeirri stundu var líka næsta víst að Sandra María fengi gullskóinn sem markadrottning deildarinnar, þótt leikjum dagsins væri ekki lokið. Sú varð og raunin. Sandra María varð lang markahæst í Bestu deildinni, gerði 22 mörk í 23 leikjum.

Sandra María Jessen og dóttir hennar, Ella Ylví Küster, eftir að Sandra tók við Flugleiðahorninu sem besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu fyrir leik Þórs/KA og Víkings í dag. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Skemmtileg umfjöllun er á vef Þórs/KA í dag um framlag Söndru Maríu í sumar. Þar segir meðal annars:

  • Sandra María skoraði níu mörk í sex leikjum í A-deild Lengjubikarsins og tvö mörk í þremur leikjum í Mjólkurbikarnum.
  • Þar sem mörk hennar í Bestu deildinni urðu 22 gerði hún samanlagt 33 mörk í KSÍ-mótunum og stoðsendingar hennar eru 10.
  • Að auki skoraði Sandra María sex mörk í sex leikjum í Kjarnafæðismótinu, ásamt því að eiga eina stoðsendingu. Eins og áður hefur komið fram hefur Sandra María skorað á móti öllum liðum í deildinni í sumar. Hún hefur komið við sögu og spilað nær allar mínútur í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Lengjubikarnum, alls 31 leik, og verið í byrjunarliðinu í 30 leikjum.
  • Árið 2024 hjá Söndru Maríu: KSÍ-mótin og Kjarnafæðismótið: 37 leikir, 39 mörk, 11 stoðsendingar.

Mörkin í Bestu deildinni

Mörkin í Bestu deildinni, efri hluta