KA
Lokaleikur KA/Þórs í deildinni í dag
23.03.2025 kl. 13:45

Deildarmeistarabikarnum lyft að leik loknum 22. febrúar. Mynd: Skapti Hallgrímsson.
Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þórs í handknattleik kveðja Grill 66 deildina í lokaumferð deildarinnar þegar þær taka á móti liði Fram 2 í KA-heimilinu kl. 14 í dag.
Leikurinn er í raun formsatriði og ef til vill gott tækifæri fyrir stuðningsfólk til að mæta og fagna aftur með stelpunum því langt er síðan að ljóst varð að KA/Þór vann deildina og tryggði sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Þær hafa nú þegar haft deildarmeistarabikarinn í fórum sínum í heilan mánuð þannig að vonandi verður leikur dagsins afslappaður og skemmtilegur, lokapunktur á tímabilinu, brottfararspjald úr Grill 66 deildinni.
- Grill 66 deild kvenna í handknattleik
KA-heimilið kl. 14
KA/Þór - Fram 2