Stemning, bjartsýni og trúartenging
JÓLALAGIÐ MITT
Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri
1. Nú mega jólin koma fyrir mér Lagið skipaði sér frá fyrstu hlustun fast sæti í mínum huga sem hluti af jólaundirbúningi og þeirri stemningu sem er eftirsóknarverð við jólin. Flutningur Sigurðar Guðmundssonar á lagi Evert Taube við texta Braga Valdimars Skúlasonar er einlægur og textinn/ljóðið framúrskarandi eins og höfundi er von og vísa. Smellið hér til að hlusta.
2. Jólin alls staðar Hér er jólalag sem lýsir því sem er eftirsóknarvert við jólin, einlægt og einfalt, hefur ákveðna trúartengingu og ber með sér bjartsýni. Jón „bassi“ Sigurðsson (faðir Huldu Magneu Jónsdóttur, húsfreyju á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit) gerði lagið við ljóð Jóhönnu G. Erlingsson. Smellið hér til að hlusta.
3. Kveikt er ljós við ljós Sálmur Stefáns frá Hvítadal hefur frá því ég fyrst man eftir mér í kirkju á jólum verið kjarni jólanna og er enn. Hann laðar fram það helgasta sem tilheyrir jólunum sem trúarhátíð. Smellið hér til að hlusta.