Húni II
Húna- og háskólamenn fræða börn enn eitt árið
02.06.2021 kl. 00:20
Húni II á siglingu með skólabörn á dögunum. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
Verkefninu Frá öngli í maga um borð í Húna II lokið enn eitt árið, en Húnamenn hafa árum saman boðið nemendum úr grunnskólum við Eyjafjörð í þriggja klukkustunda siglingu – veiði- og fræðsluferð. Auðlindadeild Háskólans á Akureyri vinnur að verkefninu með Húnamönnum; starfsmenn deildarinnar fræða nemendur um lífríki sjávar og hafa krufið fiskana sem krakkarnir veiða. Um 400 nemendur hafa siglt með Húna undanfarið.
Sjá hér á skipasíðu Þorgeirs Baldurssonar.