Fara í efni
Hrísey

Fyrstu kríur sumarsins komnar til Grímseyjar

Kríur í Grímsey. Mynd, af vef Akureyrarbæjar: Kristófer Knutsen

Fyrstu kríurnar þetta árið í Grímsey sáust um helgina. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Varpið í Grímsey er með stærri kríubyggðum á landinu og er talið að þar verpi þúsundir para. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á breytingum kríuvarpa frá ári til árs en margt bendir til fækkunar víða á landinu frá því um aldamót, einnig hefur orðið vart við sömu þróun í nágrannalöndum okkar, segir á vefnum.

Þar segir ennfremur:

Líf kríunnar er eitt samfellt sumar. Til þess að svo geti verið leggur hún á sig lengra flug en nokkur annar fugl. Kríurnar koma jafnan til Grímseyjar í um mánaðamótin apríl-maí og sjást stundum fram í byrjun október þótt megnið af stofninum fari á brott fyrir ágústlok. Þær fljúga suður um höfin og nýta sér gjarnan ríkjandi staðvinda og eru komnar í Weddellhafið við Suðurskautslandið í nóvember. Þar dvelja þær hina suðrænu sumarmánuði fram í byrjun apríl en halda þá aftur norður á bóginn eftir Atlantshafshryggnum miðjum.

Nánar hér á vef Akureyrarbæjar