Fara í efni
Háskólinn á Akureyri

Jens Garðar og Logi oftast strikaðir út

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, til vinstri, og Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar.

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var sá frambjóðandi sem oftast var strikaður út eða færður til í sæti í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 30. nóvember, alls 86 sinnum. Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar var strikaður út eða færður af 76 kjósendum og á 67 kjörseðlum var Njáll Trausti Friðbertsson, sem skipaði 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, strikaður út eða færður.
 
Þetta kemur farm í tölum sem Austurfrétt hefur fengið afhentar frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis. Útstrikanir urðu annars sem hér segir:

Framsóknarflokkur
Ingibjörg Ólöf Isaksen 8
Þórarinn Ingi Pétursson 23
Jónína Brynjólfsdóttir 3
Skúli Bragi Geirdal 2

Viðreisn
Ingvar Þóroddsson 5
Heiða Ingimarsdóttir 1
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir 2

Sjálfstæðisflokkurinn
Jens Garðar Helgason 86
Njáll Trausti Friðbertsson 67
Berglind Harpa Svavarsdóttir 12
Jón Þór Kristjánsson 2

Flokkur fólksins

Sigurjón Þórðarson 18
Katrín Sif Árnadóttir 27
Sigurður H. Ingimarsson 2

Miðflokkurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 23
Þorgrímur Sigmundsson 27
Ágústa Ágústsdóttir 15
Inga Dís Sigurðardóttir 1

Samfylkingin
Logi Einarsson 76
Eydís Ásbjörnsdóttir 2
Sindri Kristjánsson 3

Engar útstrikanir eða breytingar á röð frambjóðenda voru hjá Pírötum, Vinstri grænum, Sósíalistaflokknum eða Lýðræðisflokknum.

Frétt Austurfréttar