Fara í efni
Handknattleikur

Valþór Atli fór enn einu sinni úr axlarlið

Valþór Atli, nokkrum andartökum eftir að hann fór úr axlarlið í dag, ásamt Sesselíu Sigurðardóttur, sjúkraþjálfara Þórsara. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn unnu Þórsara, 21:19, í jöfnum og spennandi leik í Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta í dag. Mestu tíðindin eru þó að Valþór Atli Guðrúnarson varð fyrir því óláni að fara enn einu sinni úr axlarlið hægra megin. Það gerðist síðast 25. janúar síðastliðinn gegn Val í Reykjavík en hann birtist óvænt á vellinum á ný 20 dögum síðar, þegar Þórsarar sigruðu Gróttu á heimavelli.

Fimmtán mínútur voru eftir af leiknum í dag þegar Valþór Atli slasaðist enn á ný og fór af velli. Öxlin hrökk úr lið við það að hann skaut á markið. Hætt er við því að Valþór leikir ekki handbolta aftur í mjög langan tíma - ef nokkurn tíma.

Nánari umfjöllun um leikinn í kvöld.

Árni Björn Þórarinsson, sjúkraþjálfari KA, og Sesselía Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari Þórs, ganga með Valþóri Atla af velli. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.