Fara í efni
Handknattleikur

Þórsarar unnu Blika og fóru upp í 7. sæti

Reynir Barðdal Róbertsson í leik gegn Skallagrími, en hann var stigahæstur Þórsara í kvöld með 26 stig. Andrius Globys og Tim Dalger voru einnig áberandi í leik Þórs í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik nældi í þriðja sigur sinn í 1. deildinni þegar Þórsarar heimsóttu Breiðablik í Kópavoginn í kvöld. Þeir lyftu sér upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum.

Þórsarar voru yfir nær allan leikinn og lengst af frá fimm og upp í fimmtán stiga forskot þegar mest var um miðjan þriðja leikhluta. Þá fóru heimamenn í Smáranum að sækja á, jöfnuðu og komust yfir í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta. Þetta áhlaup sló Þórsara þó ekki út af laginu og þeir tóku leikinn aftur í sínar hendur á lokamínútunum, unnu að lokum sex stiga sigur.

Reynir Barðdal Róbertsson var stigahæstur í Þórsliðinu, skoraði 26 stig og þar af 19 í fyrri hálfleik. Baldur Örn Jóhannesson og Reynir tóku báðir átta fráköst, en Tim Dalger var með hæsta framlag liðsins, 26 framlagsstig. Hjá Blikum var það Aytor Johnson Alberto sem skoraði mest, 31 stig.

  • Gangur leiksins: Breiðablik - Þór  (17-25) (22-22) 39-47 (28-19) (15-22) 82-88
  • Byjunarlið Þórs: Andrius Globys, Baldur Örn Jóhannesson, Orri Már Svavarsson, Reynir Barðdal Róbertsson, Tim Dalger.
  • Staðan í deildinni
  • Ítarleg tölfræði leiksins

Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar

  • Reynir Barðdal Róbertsson 26 - 8 - 5
  • Tim Dalger 20 - 5 - 26 framlagsstig
  • Andrius Globys 14 - 7 - 3
  • Orri Már Svavarsson 13 - 6 - 4
  • Baldur Örn Jóhannesson 7 - 8 - 2
  • Andri Már Jóhannesson 6 - 2 - 0
  • Veigar Örn Svavarsson 2 - 2 - 1