Fara í efni
Handknattleikur

„Þórsarar“ á æfingu í þorpinu Iten í Kenýa

Mynd af Facebook síðu handboltadeildar Þórs

Hópur íbúa í Iten, þorpi í Afríkuríkinu Kenýa, klæðast Þórsbúningum á fótboltaæfingum þessa dagana! Greint er frá málinu á Facebook síðu handboltdeildar Þórs.

„Oddur Jóhann Brynjólfsson áhugahlaupari og Þórsari er nú við hlaupaæfingar í Kenýa. En áður en hann lagði af stað í þetta ferðalag hafði hann samband við okkur Þórsara bauðst til þess, ef við værum aflögufær af íþróttafatnaði að koma honum í notkun þar sem skortur er gríðarlegur á slíkum fatnaði víðsvegar í Kenýa,“ segir á síðunni.

„Handknattleiksdeild Þórs og Sara Hrönn búningastjóri deildarinnar tóku þessari beiðni fagnandi og sendu Odd með fulla tösku af fatnaði. Oddur kom svo færandi hendi í þorpinu Iten í Kenýa og sendi okkur meðfylgjandi myndir og færði okkur kærar þakklætis kveðjur frá þorpsbúum Iten.“