Þór Íslandsmeistari í Rocket League
Lið rafíþróttadeildar Þórs í Rocket League, bílafótboltaleiknum vinsæla, varð í gær Íslandsmeistari í greininni með sigri á OGV í úrslitaleik.
Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og unnu topplið OGV 4-1 í úrslitaleiknum, en OGV var ósigrað allt tímabilið þar til í gær. OGV hafði 20 stig í deildinni, en Þórsarar 14. Þórsarar unnu Dusty í undanúrslitum á meðan OGV vann 354. Þórsarar voru komnir í 3-1 í leikjum í úrslitaviðureigninni, lentu 1-0 undir í fimmta leiknum, en náðu að snúa því við og unnu 2-1 með marki á lokasekúndunum.
Liðsmenn Þórs eru þeir Bjarni Þór Hólmsteinsson, Elias Marjala, Kristján Elmar Gottskálksson og Stefán Máni Unnarsson.
Þórsarar við tölvurnar í úrslitaleiknum. Skjáskot af YouTube-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Tveir af Íslandsmeisturum Þórs, Bjarni Þór Hólmsteinsson og Elias Marjala í viðtali í beinni útsendingu að leikslokum. Skjáskot af YouTube-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Úrslitaleikurinn var í beinni útsendingu á YouTube-rás Rafíþróttasamtaka Íslands og í Sjónvarpi Símans. Upptöku af leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.