Fara í efni
Handknattleikur

Þór gegn Haukum U en KA/Þór - ÍBV frestað

Tómas Ingi Gunnarsson var frábær í sigrinum á ungmennaliði KA á dögunum. Í dag taka Þórsarar á móti ungmennaliði Hauka í Höllinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór mætir ungmennaliði Hauka í dag í næst efstu deild Íslandsmóts karla í handbolta, Grill 66 deildinni. Liðin mætast í Íþróttahöllinni og hefst  leikurinn klukkan 18.00.

Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar,  efstir þeirra liða sem geta unnið sér sæti í efstu deild næsta vetur. Ungmennalið Fram er efst, en Þór, Fjölnir, ÍR og Hörður berjast um sætin í Olísdeildinni. Þór er með 15 stig úr 11 leikjum, Fjölnir er með 14, ÍR með 14 stig og Hörður 11 stig. ÍR og Hörður eiga leik til góða á Þór og Fjölni. Ungmennalið félaga sem leika í efstu deild geta ekki unnið sér sæti þar.

Í dag var einnig á dagskrá viðureign KA/Þórs og ÍBV í Olís deild kvenna, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, en honum hefur frestað vegna veðurs. Eyjastúlkur komust ekki norður.