Fara í efni
Handknattleikur

Skarphéðinn gengur til liðs við Hauka í sumar

KA-maðurinn Skarphéðinn Ívar Einarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild Hauka og gengur til liðs við Hafnarfjarðarfélagið í lok leiktíðar. Haukar tilkynntu þetta í gær.

Skarphéðinn Ívar, sem verður 19 ára í sumar, er mjög efnileg vinstri skytta sem hefur leikið með meistaraflokki KA í þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur. Í vetur hefur hann skorað 70 mörk í 20 leikjum í Olísdeildinni og hefur að auki verið lykilmaður í ungmennaliði KA sem leikur í næstu efstu deild, Grill 66 deildinni. Skarphéðinn Ívar, sem hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár, varð bikarmeistari í 3. flokki með KA á dögunum.