Handknattleikur
Rakel Sara frá næsta árið – sleit krossband
12.02.2024 kl. 15:15
Rakel Sara Elvarsdóttir fagnar marki fyrr í vetur. Hún verður lengi frá keppni vegna meiðsla. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Rakel Sara Elvarsdóttir, hornamaðurinn snjalli í handboltaliði KA/Þórs, sleit krossband á æfingu í desember og leikur því varla með á ný næsta árið. Tíðindin hafa ekki farið hátt en handboltavefur Íslands, handbolti.is, segir frá þessu í dag.
„Það líður sennilega ár áður en ég mæti til leiks aftur,“ segir Rakel Sara við handbolta.is. Hún segist fara í aðgerð vegna meiðslanna eftir hálfan mánuð.
Nánar hér á handbolta.is