Fara í efni
Handknattleikur

Nöfn 10 efstu í kjöri íþróttafólks ársins

Íþróttabandalag Akureyrar hefur opinberað hvaða íþróttafólk varð í tíu efstu sætunum, annars vegar í kjörinu á íþróttakonu og hins vegar íþróttakarli Akureyrar 2023. 

Kjöri íþróttafólks Akureyrar verður lýst á íþróttahátíð Akureyrar í Hofi miðvikudaginn 31. janúar kl. 17:30 og verður það í 45. sinn sem íþróttafólk Akureyrar er heiðrað með þessum eða svipuðum hætti. Dagskrá hátíðarinnar má finna í frétt á vef ÍBA, en þar kemur fram athöfnin sé öllum opin.

Íþróttafólk Akureyrar fyrir árið 2022 voru þau Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona og knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson.

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakonu Akureyrar 2023

  • Andrea Ýr Ásmundsdóttir – GA – Golf
  • Anna Berglind Pálmadóttir – UFA – Hlaup
  • Anna María Alfreðsdóttir – AKUR – Bogfimi
  • Hafdís Sigurðardóttir – HFA – Hjólreiðar
  • Helena Kristín Gunnarsdóttir – KA – Blak
  • Jóna Margrét Arnarsdóttir – KA – Blak
  • Madison Anne Sutton – Þór – Körfuknattleikur
  • Matea Lonac – KA/Þór – Handknattleikur
  • Sandra María Jessen – Þór/KA – Knattspyrna
  • Stefanía Daney Guðmundsdóttir – Eik – Frjálsar

Tíu efstu tilnefningar til íþróttakarls Akureyrar 2023

  • Alex Cambray Orrason – KA – Kraftlyftingar
  • Baldvin Þór Magnússon – UFA – Hlaup
  • Dagur Gautason – KA – Handknattleikur
  • Einar Rafn Eiðsson – KA – Handknattleikur
  • Elmar Freyr Aðalheiðarson – Þór – Hnefaleikar
  • Gísli Marteinn Baldvinsson – KA – Blak
  • Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA – Knattspyrna
  • Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur – Bogfimi
  • Jakob Ernfelt Jóhannesson – SA – Íshokkí
  • Veigar Heiðarsson – GA – Golf