Fara í efni
Handknattleikur

Körfubolti og blak í íþróttum dagsins

Blak og körfubolti á dagskrá í kvöld. Blakið í Neskaupstað og körfuboltinn á Akureyri.

Íþróttaleikir dagsins eru í körfubolta og blaki. Körfuboltinn á Akureyri, blakið í Neskaupstað. 

FÖSTUDAGUR Körfubolti og blak

Karlalið Þórs í körfubolta hefur verið að færast hægt og bítandi upp töfluna í 1. deildinni og situr nú í 5. sæti að loknum 16 umferðum með átta sigra, eins og Breiðablik og Fjölnir sem raðast fyrir neðan Þórsliðið. Þórsarar taka á móti liði Snæfells úr Stykkishólmi, en Hólmarar eru í 8. sæti deildarinnar, hafa unnið sex leiki.

  • 1. deild karla í körfuknattleik
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
    Þór - Snæfell

Sex umferðir eru eftir af 1. deildinni og mikilvægt fyrir Þórsara að halda 5. sætinu því í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mætast liðin í 5. og 6. sæti og oddaleiksrétturinn því undir í baráttu um það sæti. Ólíklegt er, en þó ekki útilokað, að ná ofar í töflunni. Fjögur efstu liðin hafa slitið sig aðeins frá og eru með 11-13 sigurleiki.

- - -

Í annað sinn á þremur dögum mætir karlalið KA í blaki Þrótti Fjarðabyggð, en þau mætast í átta liða úrslitum Kjörísbikarsins í kvöld, miðvikudagskvöld. Að þessu sinni fara KA-karlar austur og mæta heimamönnum í íþróttahúsinu í Neskaupstað.

  • Unbroken-deild karla í blaki
    Íþróttahúsið í Neskaupstað kl. 20
    Þróttur Fjarðabyggð - KA

Fyrir leikinn er KA í efsta sæti deildarinnar, en keppni þriggja efstu liða á toppi deildarinnar er mjög jöfn og spennandi. KA hefur 39 stig, Hamar 39 og Þróttur Reykjavík 37. Þróttur Fjarðabyggð er hins vegar í neðsta sæti deildarinnar með átta stig.